Innlent

Talsvert um slagsmál og pústra í Reykjanesbæ

Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og óspekta í miðbæ Reykjanesbæjar en þar stendur nú yfir hátíðin Ljósanótt. Talsvert var um slagsmál og pústra en enginn slasaðist þó alvarlega. Fjórir gistu fangageymslur og þá var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur.

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin hins vegar með rólegasta móti og gistu fjórir fangageymslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×