Innlent

Fannst með lífshættulega áverka í morgun

Maður fannst með lífshættulega áverka við Hátún í morgun. Að sögn lögreglunnar var hann fluttur strax til aðgerðar á gjörgæsludeild. Ekki er vitað um tildrög áverkanna en málið er í rannsókn.

Að sögn lögreglu fannst maðurinn á gatnamótum Höfðatúns, Laugavegar og Skúlagötu. Lögreglan veit ekki hvort um líkamsárás hafi verið að ræða eða slys. Vill hún biðja þá sem vita eitthvað um málið að hafa samband í síma 444-1100.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×