Innlent

Tveir 16 ára strákar teknir með hass á Selfossi í nótt

Tveir 16 ára drengir voru teknir með fíkniefni undir höndum á Selfossi í nótt.

Að sögn lögreglunnar voru drengirnir teknir um fjögurleitið út á götu en þeir voru greinilega undir áhrifum fíkniefna. Í fórum þeirra fundust nokkur grömm af hassi.

Foreldrar beggja voru kallaðir til á lögreglustöðina og voru þeir viðstaddir yfirheyrslur yfir drengjunum en að þeim loknum var drengjunum sleppt úr haldi. Málið telst upplýst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×