Innlent

Franska konan fannst í Landmannalaugum heil á húfi

Frönsk kona sem leitað var að í alla nótt fannst nú skömmu eftir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu var koman heil á húfi og amaði ekkert að henni. Hún fannst skammt frá Landamannalaugum, við Suðurnámur.

Konan fór í hádeginu úr Landmannalaugum og hugðist ganga í Hrafntinnusker. Skálavörður í Langadal lét vita þegar konan skilaði sér ekki í gærkvöldi.

Síðast sást til konunnar um þrjúleytið í gærdag við Stórahver. Konan var illa búin og ekki með tjald.. Á þriðja tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veður var gott til leitar utan þoku á svæðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×