Innlent

Ókeypis í sund um helgina

Ný sundmiðstöð, Ásvallalaug, verður opnuð í Hafnarfirði í dag. Í lauginni er 50 metra innilaug, barnalaug, heitir pottar og leiktæki.
Fréttablaðið/valli
Ný sundmiðstöð, Ásvallalaug, verður opnuð í Hafnarfirði í dag. Í lauginni er 50 metra innilaug, barnalaug, heitir pottar og leiktæki. Fréttablaðið/valli
Ný og glæsileg sundmiðstöð, Ásvallalaug, í Hafnarfirði verður opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Ókeypis aðgangur verður fyrir alla sundgesti í dag og á morgun en laugin verður opin frá þrjú til átta í dag og frá átta til átta á morgun.

Í Ásvallalaug er aðstaða til sundiðkunar og afþreyingar með því besta sem völ er á, 50 metra sundlaug, kennslulaug og barnalaug, sex heitir pottar inni og úti, eimbað, rennibraut og leiktæki. Í Ásvallalaug verður einnig líkamsræktarstöðin Hress, aðstaða fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar, Íþróttafélagið Fjörð, sjúkraþjálfi og veitingaaðstaða. - ghs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×