Nevadafanginn segir vistina hafa verið helvíti á jörð 6. september 2008 13:35 Fannar Gunnlaugsson, Íslendingurinn sem mátti dúsa rúman mánuð í héraðsfangelsi í Nevada segir að líkja megi vistinni þar við helvíti á jörð. Fannar slapp úr haldi í vikulokin og hann kom heim til Íslands með flugi í morgun. „Maturinn sem okkur var boðið upp á var mjög lélegur og illa úti látinn," segir Fannar í samtali við Vísi. „Ég held að ég hafi misst tæplega 15 kíló meðan ég dvaldi í þessu fangelsi." Að sögn Fannars voru tæplega 150 fangar vistaðir í þessu fangelsi og voru flestir þeirra svartir eða Mexíkanar. „Það voru aðeins um fimmtán hvítir fangar í vist þarna og ég hélt mér að mestu leyti í þeirra hóp," segir Fannar. „Ég reyndi bara að taka þessari vist eins rólega og ég gat og mér tókst að komast hjá öllum vandræðum. Enda vildi ég alls ekki fá framlengingu á vistinni." Fannar segir að hann hafi verið svo heppinn að hann losnaði við allt áreiti frá hinum föngunum meðan á vistinni stóð en algengt hafi verið að til árekstra hafi komið milli hinna fangana og þá einkum ef þeir voru af ólíkum kynþáttum. Hvað varðar ástæður þess að honum var stungið í fangelsi í þetta langan tíma segir Fannar að honum finnist skýringar útlendinaeftirltisins ytra vera algert bull. „Ég var tveimur dögum of seinn í að endurnýja dvalarleyfi mitt og það var gefið sem ástæða fyrir fangelsisvistinni," segir Fannar. „Þetta fær ekki staðist þar sem ég á litla dóttur þarna út og að mínu mati er það einsdæmi að ég sé sendur í fangelsi og svona hæpnum forsendum þegar tekið er tillit til fjölskylduaðstæðna." Fannar segir jafnframt að handtöku hans hafi borið að þeim hætti að útlendingaeftirlitið boðaði mig til fundar með fjögurra daga fyrirvara. „Þegar ég mætti svo í viðtalið var það mjög snubbótt og mér var ekið strax þaðan og í fangelsið," segir Fannar. „Ég held að einhver hafi bara viljað klekkja á mér." Fannar er feginn því að vera kominn heim til Íslands og segist ætla að slappa af fyrstu dagana og borða mikið af góðum íslenskum mat til að ná þyngd sinni aftur. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fannar Gunnlaugsson, Íslendingurinn sem mátti dúsa rúman mánuð í héraðsfangelsi í Nevada segir að líkja megi vistinni þar við helvíti á jörð. Fannar slapp úr haldi í vikulokin og hann kom heim til Íslands með flugi í morgun. „Maturinn sem okkur var boðið upp á var mjög lélegur og illa úti látinn," segir Fannar í samtali við Vísi. „Ég held að ég hafi misst tæplega 15 kíló meðan ég dvaldi í þessu fangelsi." Að sögn Fannars voru tæplega 150 fangar vistaðir í þessu fangelsi og voru flestir þeirra svartir eða Mexíkanar. „Það voru aðeins um fimmtán hvítir fangar í vist þarna og ég hélt mér að mestu leyti í þeirra hóp," segir Fannar. „Ég reyndi bara að taka þessari vist eins rólega og ég gat og mér tókst að komast hjá öllum vandræðum. Enda vildi ég alls ekki fá framlengingu á vistinni." Fannar segir að hann hafi verið svo heppinn að hann losnaði við allt áreiti frá hinum föngunum meðan á vistinni stóð en algengt hafi verið að til árekstra hafi komið milli hinna fangana og þá einkum ef þeir voru af ólíkum kynþáttum. Hvað varðar ástæður þess að honum var stungið í fangelsi í þetta langan tíma segir Fannar að honum finnist skýringar útlendinaeftirltisins ytra vera algert bull. „Ég var tveimur dögum of seinn í að endurnýja dvalarleyfi mitt og það var gefið sem ástæða fyrir fangelsisvistinni," segir Fannar. „Þetta fær ekki staðist þar sem ég á litla dóttur þarna út og að mínu mati er það einsdæmi að ég sé sendur í fangelsi og svona hæpnum forsendum þegar tekið er tillit til fjölskylduaðstæðna." Fannar segir jafnframt að handtöku hans hafi borið að þeim hætti að útlendingaeftirlitið boðaði mig til fundar með fjögurra daga fyrirvara. „Þegar ég mætti svo í viðtalið var það mjög snubbótt og mér var ekið strax þaðan og í fangelsið," segir Fannar. „Ég held að einhver hafi bara viljað klekkja á mér." Fannar er feginn því að vera kominn heim til Íslands og segist ætla að slappa af fyrstu dagana og borða mikið af góðum íslenskum mat til að ná þyngd sinni aftur.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira