Erlent

Hörð átök í Mogadishu

27 eru sagðir látnir eftir hörð átök í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í gær. 11 óbreyttir borgarar féllu í átökunum sem brutust út milli íslamskra uppreisnarmanna og eþíópíska hersins.

Eþíópíumenn réðust inn í Sómalíu árið 2006 og steyptu hinni íslömsku ríkisstjórn af stóli og njóta nú stuðnings núverandi ríkisstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×