Erum við sóðar? Fanný Gunnarsdóttir skrifar 29. júlí 2008 06:00 Mér finnst nauðsynlegt að vekja athygli borgarbúa og annarra á umgengni í borginni. Nú í sumar hef ég sérstaklega tekið eftir rusli og drasli meðfram götum borgarinnar, á umferðareyjum og við gatnamót. Það er alls ekki óeðlilegt að rusl komi undan snjó og klaka snemma á vorin en þegar komið er vel fram á vor og sumar á borgin að vera vel þrifin og hrein. Því miður hef ég upplifað það að sjá bílstjóra og farþega í bílum henda út um gluggana matarleifum og umbúðum af ýmsu tagi. Jafnframt hef ég séð gangandi vegfarendur henda frá sér drykkjarumbúðum og öðru er til fellur. Það er eins og fólki finnist allt í lagi að kasta frá sér umbúðum á götur, gangstéttir eða inn í nærliggjandi garða. Það er alls ekki okkur sæmandi né bjóðandi að horfa upp á gosdósir, sígarettupakka, hálfétnar samlokur, sælgætisbréf og umbúðir utan af ýmsum matvælum liggja út um alla borg. Einnig er ástandið víða bágbrotið á bílastæðum við verslanir og sjoppur – glerbrot og rusl er allt of oft það sem tekur á móti viðskiptavinum. Er ástandið verra núna vegna þess að umgengni hefur almennt versnað eða er hefðbundinni hreinsun borgarinnar ábótavant? Hafa hverfamiðstöðvar og starfsmenn borgarinnar ekki undan að sjá um að halda borginni hreinni? Ég hef vakið athygli borgaryfirvalda á þessari slæmu umgengni og vona að eitthvað verði gert til að vekja börn, unglinga og fullorðið fólk til umhugsunar. Ég átti von á öflugra og víðtækara átaki borgaryfirvalda hvað varðar almenna umgengni í hverfum borgarinnar m.a. í ljósi þess að borgarstjóri hefur margítrekað áhuga sinn á umhverfismálum. Fyrst og fremst hefur áherslan í vor verið lögð á hreinsun lóða og garða, að uppræta veggjakrot og ásýnd miðborgarinnar. Ég vil alls ekki kasta rýrð á þessi verkefni en meira þarf að koma til, vitundarvakning borgaranna og aukið aðhald frá borgaryfirvöldum. Að lokum vil ég árétta að það er skylda okkar sem foreldra, uppalenda og ábyrgra borgara að sýna gott fordæmi og sætta okkur ekki við sóðaskap og hirðuleysi sem þetta. Höfundur er varaformaður Kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mér finnst nauðsynlegt að vekja athygli borgarbúa og annarra á umgengni í borginni. Nú í sumar hef ég sérstaklega tekið eftir rusli og drasli meðfram götum borgarinnar, á umferðareyjum og við gatnamót. Það er alls ekki óeðlilegt að rusl komi undan snjó og klaka snemma á vorin en þegar komið er vel fram á vor og sumar á borgin að vera vel þrifin og hrein. Því miður hef ég upplifað það að sjá bílstjóra og farþega í bílum henda út um gluggana matarleifum og umbúðum af ýmsu tagi. Jafnframt hef ég séð gangandi vegfarendur henda frá sér drykkjarumbúðum og öðru er til fellur. Það er eins og fólki finnist allt í lagi að kasta frá sér umbúðum á götur, gangstéttir eða inn í nærliggjandi garða. Það er alls ekki okkur sæmandi né bjóðandi að horfa upp á gosdósir, sígarettupakka, hálfétnar samlokur, sælgætisbréf og umbúðir utan af ýmsum matvælum liggja út um alla borg. Einnig er ástandið víða bágbrotið á bílastæðum við verslanir og sjoppur – glerbrot og rusl er allt of oft það sem tekur á móti viðskiptavinum. Er ástandið verra núna vegna þess að umgengni hefur almennt versnað eða er hefðbundinni hreinsun borgarinnar ábótavant? Hafa hverfamiðstöðvar og starfsmenn borgarinnar ekki undan að sjá um að halda borginni hreinni? Ég hef vakið athygli borgaryfirvalda á þessari slæmu umgengni og vona að eitthvað verði gert til að vekja börn, unglinga og fullorðið fólk til umhugsunar. Ég átti von á öflugra og víðtækara átaki borgaryfirvalda hvað varðar almenna umgengni í hverfum borgarinnar m.a. í ljósi þess að borgarstjóri hefur margítrekað áhuga sinn á umhverfismálum. Fyrst og fremst hefur áherslan í vor verið lögð á hreinsun lóða og garða, að uppræta veggjakrot og ásýnd miðborgarinnar. Ég vil alls ekki kasta rýrð á þessi verkefni en meira þarf að koma til, vitundarvakning borgaranna og aukið aðhald frá borgaryfirvöldum. Að lokum vil ég árétta að það er skylda okkar sem foreldra, uppalenda og ábyrgra borgara að sýna gott fordæmi og sætta okkur ekki við sóðaskap og hirðuleysi sem þetta. Höfundur er varaformaður Kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun