Innlent

Bilun í hreyfli Boeing 757 vélar Icelandair - lenti án vandræða

Boeing 757 vél Icelandair á leið til New York var nýfarin í loftið þegar henni var snúið við. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli fékk tilkynningu um bilun í hreyfli vélarinnar, en um 170 manns voru um borð.

Slökkviliðið var kallað út og björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu. Svokallað stórt hættustig fór í gang en vélin lenti heilu á höldnu á keflavíkurflugvelli fyrir skömmu.

Vélin var að leggja í stæði þegar Vísir náði sambandi við Flugmálastjórn og eru allir heilu og höldnu í vélinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×