Innlent

Neytendur vilja ógerilsneydda mjólk

MYND/GVA

Því er velt upp á heimasíðu Landssambands kúabænda hvort endurskoða eigi reglur hér á landi sem banna sölu á gerilsneyddri mjólk.

Vísað er til þess að Landssambandinu hafi borist fyrirspurnir frá neytendum um hvort og hvernig nálgast megi ógerilsneydda mjólk, „beint úr tanknum". Sala á slíkri mjólk hefur verið bönnuð um áratugaskeið og ráða þar hreinlætissjónarmið.

Kúabændur benda hins vegar á að á hverjum degi sé slíkrar mjólkur neytt á kúabúum landsins án þess að fólki hafi orðið meint af. Hreinlæti og aðbúnaður framleiðslunnar hafi tekið byltingarkenndum breytingum til hins betra að undanförnu og því kunni að vera eðlilegt að endurskoða bannið. Vísað er til þess að í Danmörku sé sala á ógerilsneyddri mjólk heimiluð en með skilyrðum þó.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×