Innlent

Tvö innbrot í Breiðholti

Tilkynnt var um tvö innbrot í Breiðholti til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ekki er vitað hversu miklu var stolið en biður lögreglan fólk um að huga að íbúðum sínum á þessum árstíma. Frá klukkan 15:00 í dag var tilkynnt um þrettán árekstra til lögreglunnar.

Nokkuð harður árekstur var á Hofsvallagötu rétt fyrir klukkan 20:00 í kvöld. Í upphafi var ekki talið að neinn hefði slasast en það breyttist eitthvað að sögn lögreglu. Þó er ekki talið að um alverleg meiðsli hafi verið að ræða.

Lögreglan hafði einnig afskipti af einum manni vegna neyslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×