Lífið

Danadrottning fær tíu milljóna kvikmyndastyrk

Margrét Danadrottning sýnir á sér nýja hlið þessa dagana. Hún er handritshöfundur að nýrri stuttmynd eftir H.C. Andersen ævintýrinu Villtu svanirnir. Drottingin fékk á dögunum, í félagi við kvikmyndagerðarmanninn Jakob Jörgensen, framleiðslustyrk upp á 650 þúsund danskar krónur eða sem samsvarar um tíu milljónum íslenskra króna.

Sören Haslund-Christiansen hjá stutt- og heimildamyndasjóði dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar sagði að umsókn drottningarinnar hefði verið skoðuð mjög gagnrýnið og líklega fengið óblíðari móttökur en nokkur önnur.

Drottningin er þó ekki að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hún gerði stuttmynd upp úr H.C. Andersen ævintýrinu Snædrottningunni, sem naut mikilla vinsælda og hefur verið seld út um allan heim.

Leikstjóri Villtu svananna verður Jesper W. Nielsen, og hefjast tökur í byrjun næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.