Innlent

Biluð Beechcraft lenti á Reykjavíkurflugvelli

Kl. 23:00 barst tilkynning frá Neyðarlínu um litla flugvél, af gerðinni Beechcraft, á einum hreyfli á leið til Keflavíkurflugvallar. Um borð voru fjórir aðilar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið til móts við vélina. Beechcraft vélin sem um ræðir er tveggja hreyfla. Hún var að koma frá Syðri-Sraumfirði á Grænlandi þegar annar hreyfillinn gaf sig.

Í stað þess að fara til Keflavíkur lenti vélin farsællega á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir miðnætti. Engann sakaði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×