Að varðveita og miðla menningu 24. júlí 2008 00:00 Tilefni þessara skrifa er grein Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttablaðinu 18. júlí undir heitinu Nýjar ríkisstofnanir boðaðar. Þar sem undirritaður er í hópi þeim sem vann að undirbúningi þessa máls, fyrst í samstarfi við Einar Odd Kristjánsson, og eftir lát hans, í anda þeirra hugmynda sem þar urðu til, vil ég skýra nokkur „ætluð“ atriði sem þar koma fram.1. Páll vitnar í samantekt Önnu Jensdóttur sem kynnt var á „þingi norrænna háskólatónlistarsafna í sumar“. Viðburðurinn var raunar þing norrænna háskólatónlistarbókasafna – ekki tónlistarsafna. Bókasafn sem slíkt gæti orðið deild í tónlistarsafni.2. Sú „ætlun“ að byggja eigi sérstakt stórhýsi undir þessi bóka- og hljóðsöfn hefur aldrei verið rædd. Unnið er út frá hugmyndum um samstarf við nefnd söfn – veita þeim þjónustu.3. Allir eru sammála um að brýnt sé að yfirfæra segulbanda- og lakkplötusafn Ríkisútvarpsins yfir á stafrænt form. Í nokkur ár hefur einn tæknimaður í hálfu starfi unnið við að yfirfæra brot af lakkplötunum. Hér þarf að gera heljarátak. Hvergi hefur komið fram að Ríkisútvarpið telji sér fært að gera slíkt átak.4. Aldrei hefur verið nefnt að „taka“ eigi efnið úr varðveislu RÚV, né að rýra hlutverk stofnunarinnar á þeim vettvangi – þvert á móti – varðveita á efnið á gagnadiskum RÚV – aðeins er talað um að umrædd stofnun í Kópavogi taki að sér verkefnið, sem og önnur verkefni af sama toga fyrir önnur söfn í landinu. Eru söfn í landinu í dag að afrita „rotnandi“ segulbandsspólur – jafnvel vaxhólka eða stálþráð – yfir í stafrænt form?5. Segja má, að langt yfir 90% af tónlistarupptökum á vegum RÚV fari fram innan 6 kílómetra radíusar frá Efstaleitinu. Hægt er að búa til langan lista yfir þær hátíðir og viðburði sem fram fara á landinu öllu, sem aldrei koma fram í fjölmiðlum öðru vísi en sem fréttatilkynning.6. Víst er það, að til er sendakerfi í opinberri og einkaeigu. Til hvers nota menn það? – Sjá menn fyrir sér að Bylgjan fari að senda út tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, sjá menn fyrir sér að Rás 2 sendi út upptökur frá Kóramótinu í Mývatnssveit, sjá menn fyrir sér að FM957 sendi út upptökur áhugaleikhúsa á landsbyggðinni. Sjá menn fyrir sér að dagskrá Rásar 1 rými slíkar upptökur; hvað þá geti sent út efni úr segulbandasafninu nema spólu og spólu? Til hvers að færa segulbandasafn ríkisútvarpsins yfir í stafrænt form ef ekki á að nota það? Hefðu menn ekki gaman af að heyra úrval af tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gegnum söguna? Sjá menn það fyrir sér á útvarpi Sögu? Eru þessar hugmyndir ógn, eða eins og Páll Baldvin orðar það: hörð samkeppni við sjálfsprottna starfsemi?7. Ríkisútvarpið á upptökubíla – annan svo gamlan að hann ætti heima á fornbílasafni. Er honum ekki ætlað á aðra staði en þá þar sem hægt er að láta „renna í gang“. Sjá menn fyrir sér að senda slíkan upptökubíl á landsbyggðina? Eftir því sem ég best veit, hefur „alvöru“ upptökubíll aldrei verið staðsettur á landsbyggðinni. Er honum ætlað hlutverk í öll stærri verkefni. Þá hefur verið nefnt, að víða um land hafa sprottið upp lítil stúdíó, sem geta margt. Má vel hugsa sér samstarf við slíka aðila um upptökur á „minni“ atburðum – í rauninni full ástæða til.8. Róndórásin var fyrir nokkrum árum búin til á einu skrifborði, af einum starfsmanni RÚV (með tæknihjálp) og keyrð þaðan þannig í nokkur ár. Kostnaðurinn lá í tölvubúnaði. Var hún hugsuð sem liður í þróunarvinnu, tilraunir með DAB (Digital Audio Broadcasting) útsendingar, sem samtímis er send út á FM (sem fólk heyrir) til samanburðar. Ég þekki engan sem á DAB tæki – í rauninni var ekkert unnið frekar með þessa tilraun, en full ástæða er til þess, þar sem þessi tækni hefur verið þróuð og kallast nú DAB+. Væri hægt að sjá nánast öllum útvarpsrásum landsmanna fyrir slíkum sendum. (sjá: worlddab.org) Hugmyndir byggja á því að styrkja Rondórásina í samvinnu við RÚV til að gegna því menningarhlutverki sem að framan er nefnt. Hefur þessi hugmynd verið kynnt öllum helstu lykilstarfsmönnum RÚV, og í rauninni unnin í samvinnu og með aðstoð nokkurra þeirra, einkum á tæknisviðinu. Mönnum á fyrir löngu að vera hætt að bregða, þó ráðamenn Kópavogsbæjar taki frumkvæði í því að vinna að varðveislu og miðlun menningar – stofnanir bæjarins tala þar sínu máli. Næsti stóráfangi á því sviði er varðveisla og miðlun tónmenningar í landinu – OG – takið eftir – í samvinnu við þær opinberu stofnanir sem gegna varðveisluskyldu á því sviði. Hafa fundir þegar verið haldnir um slíka samvinnu milli forstöðumanna eða fulltrúa safnanna. Hér á ekki að troða neinum um tær, heldur styrkja þann þátt sem svo vanræktur hefur verið – sögu forsöngvarans til hljómsveitarstjórans. Höfundur er tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er grein Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttablaðinu 18. júlí undir heitinu Nýjar ríkisstofnanir boðaðar. Þar sem undirritaður er í hópi þeim sem vann að undirbúningi þessa máls, fyrst í samstarfi við Einar Odd Kristjánsson, og eftir lát hans, í anda þeirra hugmynda sem þar urðu til, vil ég skýra nokkur „ætluð“ atriði sem þar koma fram.1. Páll vitnar í samantekt Önnu Jensdóttur sem kynnt var á „þingi norrænna háskólatónlistarsafna í sumar“. Viðburðurinn var raunar þing norrænna háskólatónlistarbókasafna – ekki tónlistarsafna. Bókasafn sem slíkt gæti orðið deild í tónlistarsafni.2. Sú „ætlun“ að byggja eigi sérstakt stórhýsi undir þessi bóka- og hljóðsöfn hefur aldrei verið rædd. Unnið er út frá hugmyndum um samstarf við nefnd söfn – veita þeim þjónustu.3. Allir eru sammála um að brýnt sé að yfirfæra segulbanda- og lakkplötusafn Ríkisútvarpsins yfir á stafrænt form. Í nokkur ár hefur einn tæknimaður í hálfu starfi unnið við að yfirfæra brot af lakkplötunum. Hér þarf að gera heljarátak. Hvergi hefur komið fram að Ríkisútvarpið telji sér fært að gera slíkt átak.4. Aldrei hefur verið nefnt að „taka“ eigi efnið úr varðveislu RÚV, né að rýra hlutverk stofnunarinnar á þeim vettvangi – þvert á móti – varðveita á efnið á gagnadiskum RÚV – aðeins er talað um að umrædd stofnun í Kópavogi taki að sér verkefnið, sem og önnur verkefni af sama toga fyrir önnur söfn í landinu. Eru söfn í landinu í dag að afrita „rotnandi“ segulbandsspólur – jafnvel vaxhólka eða stálþráð – yfir í stafrænt form?5. Segja má, að langt yfir 90% af tónlistarupptökum á vegum RÚV fari fram innan 6 kílómetra radíusar frá Efstaleitinu. Hægt er að búa til langan lista yfir þær hátíðir og viðburði sem fram fara á landinu öllu, sem aldrei koma fram í fjölmiðlum öðru vísi en sem fréttatilkynning.6. Víst er það, að til er sendakerfi í opinberri og einkaeigu. Til hvers nota menn það? – Sjá menn fyrir sér að Bylgjan fari að senda út tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, sjá menn fyrir sér að Rás 2 sendi út upptökur frá Kóramótinu í Mývatnssveit, sjá menn fyrir sér að FM957 sendi út upptökur áhugaleikhúsa á landsbyggðinni. Sjá menn fyrir sér að dagskrá Rásar 1 rými slíkar upptökur; hvað þá geti sent út efni úr segulbandasafninu nema spólu og spólu? Til hvers að færa segulbandasafn ríkisútvarpsins yfir í stafrænt form ef ekki á að nota það? Hefðu menn ekki gaman af að heyra úrval af tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gegnum söguna? Sjá menn það fyrir sér á útvarpi Sögu? Eru þessar hugmyndir ógn, eða eins og Páll Baldvin orðar það: hörð samkeppni við sjálfsprottna starfsemi?7. Ríkisútvarpið á upptökubíla – annan svo gamlan að hann ætti heima á fornbílasafni. Er honum ekki ætlað á aðra staði en þá þar sem hægt er að láta „renna í gang“. Sjá menn fyrir sér að senda slíkan upptökubíl á landsbyggðina? Eftir því sem ég best veit, hefur „alvöru“ upptökubíll aldrei verið staðsettur á landsbyggðinni. Er honum ætlað hlutverk í öll stærri verkefni. Þá hefur verið nefnt, að víða um land hafa sprottið upp lítil stúdíó, sem geta margt. Má vel hugsa sér samstarf við slíka aðila um upptökur á „minni“ atburðum – í rauninni full ástæða til.8. Róndórásin var fyrir nokkrum árum búin til á einu skrifborði, af einum starfsmanni RÚV (með tæknihjálp) og keyrð þaðan þannig í nokkur ár. Kostnaðurinn lá í tölvubúnaði. Var hún hugsuð sem liður í þróunarvinnu, tilraunir með DAB (Digital Audio Broadcasting) útsendingar, sem samtímis er send út á FM (sem fólk heyrir) til samanburðar. Ég þekki engan sem á DAB tæki – í rauninni var ekkert unnið frekar með þessa tilraun, en full ástæða er til þess, þar sem þessi tækni hefur verið þróuð og kallast nú DAB+. Væri hægt að sjá nánast öllum útvarpsrásum landsmanna fyrir slíkum sendum. (sjá: worlddab.org) Hugmyndir byggja á því að styrkja Rondórásina í samvinnu við RÚV til að gegna því menningarhlutverki sem að framan er nefnt. Hefur þessi hugmynd verið kynnt öllum helstu lykilstarfsmönnum RÚV, og í rauninni unnin í samvinnu og með aðstoð nokkurra þeirra, einkum á tæknisviðinu. Mönnum á fyrir löngu að vera hætt að bregða, þó ráðamenn Kópavogsbæjar taki frumkvæði í því að vinna að varðveislu og miðlun menningar – stofnanir bæjarins tala þar sínu máli. Næsti stóráfangi á því sviði er varðveisla og miðlun tónmenningar í landinu – OG – takið eftir – í samvinnu við þær opinberu stofnanir sem gegna varðveisluskyldu á því sviði. Hafa fundir þegar verið haldnir um slíka samvinnu milli forstöðumanna eða fulltrúa safnanna. Hér á ekki að troða neinum um tær, heldur styrkja þann þátt sem svo vanræktur hefur verið – sögu forsöngvarans til hljómsveitarstjórans. Höfundur er tónlistarfræðingur.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun