Innlent

Besta veðrið sunnan og suðvestanlands á Þjóðhátíðardaginn

Íslenski fáninn verður dreginn að húni víða á morgun
Íslenski fáninn verður dreginn að húni víða á morgun

Samkvæmt veðurspánni ætti að verða hlýjast sunnan og suðvestanlands á morgun en 12 stig ættu að vera á hádegi suðvestanlands og 14 stig á Suðurlandi. Hitastigið ætti að ná allt að 16 stigum um miðjan dag á höfuðborgasvæðinu. Sól ætti að verða sunnanlands en léttskýjað og fremur mikil heiðríkja á höfuðborgasvæðinu.

Kaldast ætti að verða á Norðausturlandi en búist er við um 5 stigum á hádegi um þær slóðir. Þar gæti einnig orðið eilítil væta en annars er búist við þurru á landinu. Á Suðausturlandi gæti orðið svolítið hvasst en annars ætti vindurinn ekki að vera að trufla fólk of mikið á Þjóðhátíðardaginn.

Samkvæmt vef veðurstofunnar eru 12 stig og léttskýjað fremur mikið meðalveður kl. 12 á hádegi á Þjóðhátíðardaginn á höfuðborgasvæðinu. Ef 17. júní er skoðaður síðustu ár og áratugi þá er algengasta veðrið á hádegi 10-12 stig og léttskýjað. Besta veðrið var árið 2005 þegar það voru 15 stig og sól en versta veðrið var 2001 þegar aðeins voru 7 stig og rigning.

Þá er bara að vona að spáin rætist og gott betur en það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×