Erlent

Veitingamaður í Beirút býður upp á vopnarétti

Kalashnikov-rifill
Kalashnikov-rifill

Veitingahúsaeigandi í hinni stríðshrjáðu borg Beirut í Líbanon hefur fundið upp á nýstárlegri leið til að auka viðskiptin hjá sér. Allir réttirnir á matseðli staðarins bera nöfn þekktra vopna og stríðstóla.

Þar að auki er boðið upp á vélbyssuskothríð og sprengjuhvelli í hljóðkerfi hússins í stað hefðbundinnar tónlistar. Á matseðlinum er hægt að panta rétti á borð við Kalashnikov kássu, Viper steik og B-52 hamborgara. Með þessum réttum eru svo bornar fram eldflaugakartöflur og hryðjuverkabrauð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×