Innlent

Silja og Ragnar Ingi íþróttamenn Hafnarfjarðar

Ragnar Ingi Sigurðsson og Silja Úlfarsdóttir.
Ragnar Ingi Sigurðsson og Silja Úlfarsdóttir.

Mikið fjölmenni var á íþróttahátíð Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag þar sem Silja Úlfarsdóttir frjálsíþróttakona úr FH og Ragnar Ingi Sigurðsson skylmingamaður úr FH voru krýnd Íþróttamenn Hafnarfjarðar. Þetta er í fyrsta skiptið sem "Íþróttakona og Íþróttakarl Hafnarfjarðar" eru valinn, en síðustu tuttugu og fimm árinn hefur verið valinn "Íþróttamaður Hafnarfjarða".

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir m.a að Silja hafi orðið Íslands- og bikarmeistari með frjálsíþróttaliði FH á árinu þar sem hún hafi verið fyrirliði.

„Einnig var hún fyrirliði kvennalandsliðsins sem náði góðum árangri á Evrópumóti landsliða. Hún var nálægt því að ná lágmarki til þátttöku á ÓL- 2008. Silja er ein fjölhæfasta frjálsíþróttakona landsins og mikil og góð fyrirmynd ungra íþróttakvenna.

Ragnar Ingi varð m.a. Íslands- og bikarmeistari í skylmingum á árinu 2008. Hann vann til gullverðlauna á Norðurlandameistaramóti á árinu sem var hans fimmti NM- titill á sex árum. Ragnar náði einnig mjög góðum árangri á mótum erlendis á árinu og er hann með árangri sínum og framgöngu mjög góð fyrirmynd og leiðtogi ungra íþróttamanna. "Íþróttalið ársins 2008" var valið í þriðja sinn og fyrir valinu varð hinn sigursæli Meistaraflokkur FH , í knattspyrnu karla, sem vann frækinn sigur á íslandsmótinu í sumar og stóð sig mjög vel í Evrópukeppni félagsliða á árinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×