Kompás í kvöld: Lögmaður hótar lögsókn 15. desember 2008 14:28 Vilhjálmur H. VIlhjálmsson. MYND/Valgarður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. Í þættinum sem er á dagskrá í kvöld eftir fréttir, verður sýnt frá fundi Björgvins og útsendara Kompáss sem hittu hann á kaffihúsi í Reykjavík á dögunum. Björgvin hafði auglýst eftir „viðskiptafélögum" eins og það er orðað í bréfi lögmannsins en í auglýsingunni óskaði hann eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að hlaða á sig skuldum og fara síðan í gjaldþrot. Útsendarar Kompáss hittu Björgvin á kaffihúsi þar sem hann útskýrði tilboðið fyrir þeim og var fundurinn tekinn upp án vitundar hans. Vilhjálmur segir í bréfi sínu að opinber birting á efninu sé brot á grundvallarmannréttindum Björgvins og vísar hann í stjórnarkránna og Mannréttindasáttmála Evrópu máli sínu til sönnunar. Birtingin sé skýrt brot á friðhelgi einkalífs og þeirri meginreglu að hver maður eigi rétt til þess að ákveða hvar og hvenær myndefni af honum er birt. Eftir fundinn á kaffihúsinu hitti Björgvin síðan Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og leggur Vilhjálmur einnig blátt bann við því að það efni verði notað í þættinum, þar sem Björgvin hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum. Ritstjóri Kompáss hafi tjáð Björgvini að Kompás hefði fullan rétt á því að taka upp myndefni af honum til birtingar og „því væri það honum fyrir bestu að skýra frá sinni hlið málsins," segir í bréfinu. Þá segir, að ef af birtingunni verði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365. „Af gefnu tilefni eru forsvarsmenn 365 og Kompáss enn og aftur minntir á að það er hlutverk fjölmiðla að segja fréttir en ekki búa þær til," segir að lokum í bréfinu en Vilhjálmur hefur einnig boðað málssókn á hendur Kompási fyrir að sýna frá samskiptum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar og Ragnars Magnússonar, en þau viðskipti voru einnig tekin upp á band án vitundar Benjamíns. Að sögn Vilhjálms verður mál Benjamíns á hendur Kompási þingfest fimmtudaginn 18. desember næstkomandi. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. Í þættinum sem er á dagskrá í kvöld eftir fréttir, verður sýnt frá fundi Björgvins og útsendara Kompáss sem hittu hann á kaffihúsi í Reykjavík á dögunum. Björgvin hafði auglýst eftir „viðskiptafélögum" eins og það er orðað í bréfi lögmannsins en í auglýsingunni óskaði hann eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að hlaða á sig skuldum og fara síðan í gjaldþrot. Útsendarar Kompáss hittu Björgvin á kaffihúsi þar sem hann útskýrði tilboðið fyrir þeim og var fundurinn tekinn upp án vitundar hans. Vilhjálmur segir í bréfi sínu að opinber birting á efninu sé brot á grundvallarmannréttindum Björgvins og vísar hann í stjórnarkránna og Mannréttindasáttmála Evrópu máli sínu til sönnunar. Birtingin sé skýrt brot á friðhelgi einkalífs og þeirri meginreglu að hver maður eigi rétt til þess að ákveða hvar og hvenær myndefni af honum er birt. Eftir fundinn á kaffihúsinu hitti Björgvin síðan Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og leggur Vilhjálmur einnig blátt bann við því að það efni verði notað í þættinum, þar sem Björgvin hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum. Ritstjóri Kompáss hafi tjáð Björgvini að Kompás hefði fullan rétt á því að taka upp myndefni af honum til birtingar og „því væri það honum fyrir bestu að skýra frá sinni hlið málsins," segir í bréfinu. Þá segir, að ef af birtingunni verði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365. „Af gefnu tilefni eru forsvarsmenn 365 og Kompáss enn og aftur minntir á að það er hlutverk fjölmiðla að segja fréttir en ekki búa þær til," segir að lokum í bréfinu en Vilhjálmur hefur einnig boðað málssókn á hendur Kompási fyrir að sýna frá samskiptum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar og Ragnars Magnússonar, en þau viðskipti voru einnig tekin upp á band án vitundar Benjamíns. Að sögn Vilhjálms verður mál Benjamíns á hendur Kompási þingfest fimmtudaginn 18. desember næstkomandi.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira