Erlent

Blair gefur Brown góð ráð

Gordon Brown
Gordon Brown

Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands gefur Gordon Brown núverandi forsætisráðherra ráð í ólgunni sem nú ríkir í kringum þann síðarnefnda. Hann hefur sagt honum hvernig hann geti sigrað næstu kosningar, þetta segir Cherie Blair í The Times í dag.

Hún segir að eiginmaður sinn hefði vikið til hliðar fyrir kosningarnar árið 2005 ef Gordon Brown hefði treyst sér í ólguna sem ríkti í kringum embættið.

Blair þjáðist af skorti á sjálfstrausti vegna Íraks og fannst hann bera ákveðna ábyrgð gagnvart kjósendum sínum. Hann ákvað hinsvegar að sitja áfram og berjast fyrir innanríkismálum sínum vegna þess að Brown "hringlaði í lyklunum fyrir ofan höfuð á honum".

Brown mistókst vegna þess að ef hann hefði bakkað Blair upp í hugmyndum hans í menntamálum, heilbrigðismálum og lífeyrismálum, "hefði Tony vikið, það er ekki spurning," segir Cherie. „Í staðinn ákvað Tony að sitja kyrr og berjast fyrir þeim hlutum sem hann hafði trú á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×