Innlent

MH og Verzló vinsælustu skólarnir

Umsóknafrestur í framhaldskóla landsins rann út á miðnætti 11. júni. Alls bárust 4400 umsóknir frá nemum í 10 bekk en sá árgangur telur 4600 manns. Einnig sóttu um 3400 eldri nemendur, bæði nemendur sem vilja skipta um skóla og hefja nám að nýju.

Vinsælustu skólarnir í ár voru Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð en þeir þurfa að vísa frá um 400 umsækjendum. Þeim umsækjendum verður þó tryggt aðganga í öðrum framhaldsskólum.

Umsóknir fóru fram rafrænt og munu tilvonandi framhaldsskólanemendur geta fylgst með gangi umsókna sinna frá og með 17.júní næstkomandi. Þá ætti afgreiðslu um aðalskóla og 1. varaskóla að vera næstum því lokið en öllum umsóknum ætti að vera lokið fyrir miðnætti 19. júní. Ef umsækjandi úr 10 bekk fær ekki inn í framhaldskólum sem hann sótti um mun umsókn hans fara til ráðuneytisins þar sem leitað verður úrræða fyrir viðkomandi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Menntamálaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×