Erlent

Fimm breskar konur fórust í Ekvador

Fjöldi bílslysa verður í Ekvador ár hvert, hér er verið að fjarlægja rútu sem fór út af veginum og hafnaði í gili.
Fjöldi bílslysa verður í Ekvador ár hvert, hér er verið að fjarlægja rútu sem fór út af veginum og hafnaði í gili. MYND/AFP

Fimm breskar konur létust í rútuslysi í Ekvador í gærkvöldi og 12 manns slösuðust þegar rútan og vörubíll lentu saman. Í rútunni voru 20 manns, flestir Bretar, en einnig Frakkar og tveir heimamenn, bílstjórinn og fararstjóri. Fólkið var í ferð sem skipulögð var af fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum fyrir úrskrifaða stúdenta. Samkvæmt fréttavef Sky er enginn hinna slösuðu í lífshættu.

Varað er við því að vegir í Ekvador geti verið hættulegir. Fjöldi ferðamanna heimsækir landið vegna eldfjalla, hitabeltisskóga og fjölbreytileika náttúrulífs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×