Erlent

Raila Odinga nýr forsætisráðherra Kenía

Mwai Kibaki forseti og Raila Odinga forsætisráðherra fyrir utan skrifstofur forsetans í Naíróbí.
Mwai Kibaki forseti og Raila Odinga forsætisráðherra fyrir utan skrifstofur forsetans í Naíróbí. MYND/AFP

Mwai Kibaki forseti Kenía hefur tilkynnt um skipan í nýrri samsteypustjórn landsins. Samkomulag náðist í dag sem miðar að því að enda stjórnmálakrísuna frá úrslitum kosninganna um áramótin. Raila Odinga verður nýr forsætisráðherra stjórnarinnar. Gengið var frá samkomulaginu á lokuðum fundi í dag.

Kibaki sagði í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem hann stóð við hlið Odinga; „Í dag tilkynni ég skipun ráðuneyta í nýrri stórbrotinni ríkisstjórn."

Unnið verður að því að semja nýja stjórnarskrá á næstu árum sem mun takast á við deilur um land, auð og völd.

Meira en 1.500 manns létu lífið og meira en 600 þúsund mann flúðu heimili sín í óeirðum sem gengu yfir landið í kjölfar kosninganna. Fjöldi þeirra hefur ekki enn snúið aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×