Erlent

Jarðskjálftar í Kína

Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í suðvestur Kína í kjölfar þess að þrír jarðskjálftar riðu yfir svæðið í dag. Stærsti skjálftinn var 4,9 á Richter kvarðanum og slösuðust að minnsta kosti nítján. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið í skjálftunum. Kínverjar eru enn að takast á við hamfarirnar sem riðu yfir þann tólfta maí í ár þegar jarðskjálfti í Sichuan héraði varð áttatíu þúsund manns að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×