Lífið

South River Band í stúdíó Grand rokk

Hljómsveitin South River Band efnir til tónleika á Grand rokk í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir verða teknir upp, bæði hljóð og mynd, og er síðan ætlunin að gefa þá út bæði sem CD og DVD.

Það verða menn frá Saga Film sem taka upp myndbandið af tónleikunum en Ómar Stefánsson myndlistarmaður hefur veg og vanda að sviðsmyndinni sem sett hefur verið upp á efri hæð Grand rokk.

Kormákur Bragason einn af meðlimum South River Band segir að hljómsveitin muni bjóða upp á flest af bestu og vinsælustu lögum sínum á þessum tónleikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.