Lífið

Íslenskir ísbirnir í heimspressunni

Feigur Ófeigur.
Feigur Ófeigur.

Skjóta á ísbirni sem koma hingað til lands en ekki veita þeim öruggt skjól, þetta er niðurstaða nefndar sem sagt er frá á fréttavefnum The Earth Times í dag. Þar er sagt að nefndin hafi verið skipuð í kjölfar þess að tveimur ísbjörnum skolaði á land hér á landi eftir dvöl á ísjökum sem ráku frá Grænlandi.

Í fréttinni er því réttilega haldið fram að báðir birnirnir hafi verið skotnir en þær aðgerðir hafi kveikt í mótmælendum víðsvegar um heim.

Hjalti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir í samtali við vefinn að ákvörðunin sé byggð á þeirri staðreynd að ísbirnir ógni öryggi mannfólksins og séu ekki í teljandi útrýmingarhættu á Grænlandi.

Annað sem legið hafi til grundvallar ákvörðuninni sé m.a hversu kostnaðarsamt það er að flytja ísbirni aftur til Grænlands eða í dýragarða.

Í fréttinni er einnig sagt frá því að seinni björninn hafi verið nefndur Ófeigur, sem á íslensku útleggist að ekki hafi mátt drepa hann.

Lögreglumenn hafi hinsvegar verið nauðbeygðir til þess að fella björninn um miðjan júni þegar hann réðist að skelfdum hópi fréttamanna.

Líkt og kunnugt er voru birnirnir stoppaðir upp og þeim komið fyrir á söfnum á Blönduósi og Akureyri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.