Lífið

Sest ekki í helgan stein

Hoffman segist aldrei ætla að setjast í helgan stein.
Hoffman segist aldrei ætla að setjast í helgan stein.

Leikarinn Dustin Hoffman segist aldrei ætla að setjast í helgan stein. Hann óttast þó að fá ekki eins góð hlutverk og áður eftir því sem aldurinn færist yfir hann.

„Ef ég gæti lært frönsku, spænsku og ítölsku þá gæti ég leikið í athyglisverðari myndum,“ sagði Hoffman, sem er 71 árs. „Þessi lönd búa enn til ástarsögur um fólk sem er komið yfir þann aldur þar sem það telur sig þurfa á lýtaaðgerð að halda. Þú mátt alveg eldast í Evrópu,“ sagði hann.

Nýjasta mynd Hoffmans nefnist Las Chance Harvey og fjallar einmitt um að finna ástina seint á lífsleiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.