Lífið

Hverfur af skjánum á nýju ári

Lovísa Árnadóttir íþróttafréttamaður sjónvarpsins. MYNDIR/Guðjón Jónsson.
Lovísa Árnadóttir íþróttafréttamaður sjónvarpsins. MYNDIR/Guðjón Jónsson.

Lovísa Árnadóttir íþróttafréttamaður hjá Rúv hættir þar störfum innan tíðar. Hún mun starfa út janúar 2009 á íþróttadeild Sjónvarpsins.

Vísir hafði samband við Lovísu, sem er eini starfandi kvenkyns íþróttafréttamaður á Íslandi og rifjar upp með henni hápunkta ársins 2008.

„Það var líka æðislegt þegar kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér sæti á EM," segir Lovísa.

„Dagurinn sem handboltalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum með sigri á Spánverjum var klárlega hápunktur ársins," segir Lovísa.

„Ég fæ enn gleðifiðrildi í magann þegar ég hugsa um þennan dag. Auðvitað í framhaldi af því svo silfurverðlaunin."

Lovísa mun birtast landsmönnum út janúar í sjónvarpinu áður en hún hverfur af skjánum. MYND/Guðjón Jónsson.

„Á persónulegri nótum þá stendur upp úr að ég útskrifaðist með B.A. gráðu í bókmenntafræði og hóf sambúð með kærastanum," segir Lovísa aðspurð um hennar persónulegu hápunkta á árinu.

Einhver vonbrigði? „Mestu vonbrigði ársins 2008 voru að þurfa að hætta við mánaðarlanga ferð til S-Ameríku með góðri vinkonu vegna kreppunnar."

„Við vorum búnar að hlakka til svo lengi og skipuleggja þetta í bak og fyrir í rúmt ár, svo vonbrigðin voru gríðarleg."

„Það slær þó á eftirsjána að það virðist hafa verið hárrétt ákvörðun að hætta við," segir Lovísa.

„Árið 2009 verður athyglisvert. Það eina sem ég veit fyrir víst er að ég ætla að einbeita mér að mastersnáminu mínu í frétta- og blaðamennsku við HÍ. Svo ætla ég að fagna þeim fjölmörgu þrítugsafmælum, sem dynja á vinkonuhópnum á árinu," segir Lovísa að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.