Innlent

Öll tilboð í framkvæmdir við Landeyjarhöfn undir áætlun

Sigurður Áss Grétarsson og Kristján Helgason hjá Siglingastofnun opna tilboð í Landeyjahöfn að viðstöddum fulltrúum frá bjóðendum.
Sigurður Áss Grétarsson og Kristján Helgason hjá Siglingastofnun opna tilboð í Landeyjahöfn að viðstöddum fulltrúum frá bjóðendum. MYND/Siglingastofnun

Suðurverk í Hafnarfirði átti lægsta tilboð í hafnar- og vegagerð í Landeyjahöfn í Bakkafjöru þangað sem ný Vestmannaeyjaferja á að sigla. Þetta kom í ljós þegar tilboð voru opnuð.

Tilboð Suðurverks hljóðaði upp á nærri 1,9 milljarða króna eða um 60 prósent af kostnaðaráætlun sem var 3,1 milljarður. Fimm tilboð frá fjórum aðilum bárust í verkið og reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun. Ístak var með tvö tilboð, Klæðning átti eitt og KNH á Ísafirði sömuleiðis en það var hæst og nam tæpum 90 prósentum af kostnaðaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×