Lífið

Nýtt umslag hjá Retro Stefson

Flottara Nýja umslagið.
Flottara Nýja umslagið.

Annað upplag af fyrstu plötu Retro Stefson, Montaña, er komið í búðir. Nýtt umslag er á nýja upplaginu. Fyrsta umslagið, með grámyglulegum kassa og pýramída, þótti hálf misheppnað, að minnsta kosti kaus dómnefnd Fréttablaðsins það þriðja ljótasta umslag ársins á dögunum.

Grafíski hönnuðurinn Halli Civelek og krakkarnir í hljómsveitinni höfðu verið að dunda sér í dágóðan tíma við að ganga frá útliti plötunnar, eða alveg frá því að komið var úr stúdíóinu. Fullkomnunarárátta ákveðinna aðila í hljómsveitinni kom í veg fyrir að upprunalega hugmyndin að útliti plötunnar yrði að veruleika fyrr en nú.

Baldvin Esra og félagar hjá Kimi Records sögðu stopp og heimtuðu að annar maður yrði fenginn til verksins. Þegar fréttir bárust að það upplag væri að klárast luku krakkarnir við verkefnið sem þau byrjuðu á í lok sumars.

Retro Stefson leika í Íslensku óperunni annað kvöld. Þar koma þau fram með For a Minor Reflection, Rottweilerhundum, Ólafi Arnalds og Ultra Mega Techno-bandinu Stefáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.