Íslensk börn verða fyrr sjálfstæð en jafnaldrar á Vesturlöndum 18. júní 2008 15:47 MYND/GVA Íslensk börn og unglingar verða fyrr sjálfstæð en jafnaldrar þeirra á Vesturlöndum og vinahópurinn öðlast snemma aukið gildi á kostnað fjölskyldunnar. Þetta er meðal fyrstu niðurstaðna í alþjóðlegri rannsókn um heilsu og lífskjör skólabarna sem kynnt var á Akureyri í dag. Háskólinn þar á bæ vinnur að rannsókninni hér á landi. Rannsóknin sýnir einnig að íslenskum börnum líkar betur í skólanum en börnum víðast hvar annars staðar. „Varðandi líðan barna í skólum, þá finnst mér sérstaklega ánægjulegt að sjá að íslenskum skólabörnum virðist líða vel í skólanum og að sú ánægja helst nokkuð stöðug eftir auknum aldri, ólíkt því sem gerist víðast hvar annars staðar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri. Rannsóknin sýnir einnig að íslenskir foreldrar hafa minna eftirlit með börnum sínum en samanburðarþjóðrnar. Íslensk börn drekka áfengi að jafnaði sjaldnar en hafa álíka oft orðið drukkin og jafnaldrar þeirra á meginlandi Evrópu. Íslenskar unglingsstúlkur byrja hins vegar snemma að stunda kynlíf með sér eldri strákum en hlutfall íslenskra unglingsstráka sem hafa sofið hjá við fimmtán ára aldur er hins vegar nálægt meðaltali stráka á Vesturlöndum. Margrét Kristín Helgadóttir, formaður samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarbæjar, telur sláandi að Ísland sé í 3. sæti hvað varðar 15 ára stelpur sem hafa sofið hjá. „Maður spyr sig ósjálfrátt hvað hafi legið að baki þeirri ákvörðun að byrja að stunda kynlíf; var það vegna þrýstings, vegna áfengisölvunar eða að vel ígrundaðri ákvörðun beggja aðila? Þetta er eitthvað sem að við þurfum að skoða betur með það að markmiði að efla kynvitund ungmenna - að þau viti hvað þau séu að fara út í og þekki ábyrgðina á bak við slíka ákvörðun," er haft eftir henni. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Íslensk börn og unglingar verða fyrr sjálfstæð en jafnaldrar þeirra á Vesturlöndum og vinahópurinn öðlast snemma aukið gildi á kostnað fjölskyldunnar. Þetta er meðal fyrstu niðurstaðna í alþjóðlegri rannsókn um heilsu og lífskjör skólabarna sem kynnt var á Akureyri í dag. Háskólinn þar á bæ vinnur að rannsókninni hér á landi. Rannsóknin sýnir einnig að íslenskum börnum líkar betur í skólanum en börnum víðast hvar annars staðar. „Varðandi líðan barna í skólum, þá finnst mér sérstaklega ánægjulegt að sjá að íslenskum skólabörnum virðist líða vel í skólanum og að sú ánægja helst nokkuð stöðug eftir auknum aldri, ólíkt því sem gerist víðast hvar annars staðar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri. Rannsóknin sýnir einnig að íslenskir foreldrar hafa minna eftirlit með börnum sínum en samanburðarþjóðrnar. Íslensk börn drekka áfengi að jafnaði sjaldnar en hafa álíka oft orðið drukkin og jafnaldrar þeirra á meginlandi Evrópu. Íslenskar unglingsstúlkur byrja hins vegar snemma að stunda kynlíf með sér eldri strákum en hlutfall íslenskra unglingsstráka sem hafa sofið hjá við fimmtán ára aldur er hins vegar nálægt meðaltali stráka á Vesturlöndum. Margrét Kristín Helgadóttir, formaður samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarbæjar, telur sláandi að Ísland sé í 3. sæti hvað varðar 15 ára stelpur sem hafa sofið hjá. „Maður spyr sig ósjálfrátt hvað hafi legið að baki þeirri ákvörðun að byrja að stunda kynlíf; var það vegna þrýstings, vegna áfengisölvunar eða að vel ígrundaðri ákvörðun beggja aðila? Þetta er eitthvað sem að við þurfum að skoða betur með það að markmiði að efla kynvitund ungmenna - að þau viti hvað þau séu að fara út í og þekki ábyrgðina á bak við slíka ákvörðun," er haft eftir henni.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira