Segir misskilnings hafa gætt um vinnslu Hafskipsbókar Atli Steinn Guðmundsson skrifar 19. september 2008 11:42 Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur. MYND/Valli „Ég er að upplagi kaldastríðssagnfræðingur," segir Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur, höfundur bókarinnar „Afdrif Hafskips - í boði hins opinbera" sem JPV gefur út. Upphaf ritsins má rekja til þess er haft var samband við Stefán haustið 2006 og hann spurður hvort hann hefði áhuga á að taka að sér „alvöru verkefni". Verkefnið var unnið að undirlagi þriggja fyrrverandi stjórnenda Hafskips, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Ragnars Kjartanssonar. Stefán þáði verkefnið en leggur mikla áherslu á það að ritun bókarinnar hafi ekki á neinn hátt verið stýrt af Björgólfi eða nokkrum öðrum. „Þeir vilja að ég taki að mér að skrifa yfirlit um Hafskipsmálið," segir Stefán og játar að bókin sé auðvitað ekki hlutlaus. „Ég fæ ekki að vita neitt um málið frá þeim, þeir benda mér bara á ákveðna staði þar sem ég get nálgast heimildir og ég kynni mér málið algjörlega sjálfur án þess að vera mataður," útskýrir Stefán. Réttlætiskenndinni misboðið Hann segir réttlætiskennd sinni hafa verið misboðið er hann tók að kynnast málavöxtum nánar: „Það var alltaf þessi samviskuspurning, eru þeir sekir eða eru þeir saklausir? Ég vissi ekkert um það, ég þurfti bara að komast til botns í málinu. Hvort sem heldur var fannst mér málareksturinn vera þannig að þeir voru í rauninni alltaf álitnir sekir þar til þeir gætu sannað sakleysi sitt," segir Stefán. Hann segir frá bók Helga Magnússonar, Gjörningar og gæsluvarðhald, en Helgi var einn sakborninganna í málinu. „Gallinn á þeirri bók er auðvitað sá að þegar hún er skrifuð er ekki búinn nema þessi fyrsti hluti rannsóknarinnar og mörg ár eftir af rekstri málsins," segir Stefán. Hann segir ákveðins misskilnings hafa gætt um vinnslu bókarinnar og efnislega aðkomu þremenninganna: „Það var aldrei lögð nein pressa á mig að gera einhverjar breytingar eða leggja áherslu á einhverja hluti umfram aðra. Þeir höfðu á engan hátt það sem ég myndi kalla óeðlileg áhrif. Ef eitthvað er held ég að þeir hafi gert tilraun til að halda minni vinnu eins fjarri þeirra skoðunum og hægt er. Mér er mjög annt um það að hafa ákveðinn fræðimannsferil og samvisku minnar vegna hefði ég aldrei tekið í mál að fara að gefa út eitthvað sem ég teldi ekki rétt eða þar sem ég teldi að máli væri hallað til að verja þá sem greiddu mér," segir Stefán. Ekki viljalaust verkfæri Hann segir viðbrögð stjórnarmannanna fyrrverandi meðal annars hafa verið þau að bókin hafi rifjað upp ýmislegt sem þeir höfðu gleymt og kom þeim á óvart. „Ég veit að það verður örugglega gerð hörð atlaga að því að ég sé einhver leigupenni Björgólfs, ég sá mig meira að segja kallaðan verktaka á einhverri bloggsíðu en ég árétta það sérstaklega að ég er ekki viljalaust verkfæri," segir Stefán að lokum og er ómyrkur í máli. Næsta verkefni hans er doktorsnám í sagnfræði í Bretlandi en doktorsverkefnið mun ekki tengjast Hafskipsmálinu. Hann ætlar að skrifa um samskipti Bretlands og Bandaríkjanna á tímum Carters Bandaríkjaforseta. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
„Ég er að upplagi kaldastríðssagnfræðingur," segir Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur, höfundur bókarinnar „Afdrif Hafskips - í boði hins opinbera" sem JPV gefur út. Upphaf ritsins má rekja til þess er haft var samband við Stefán haustið 2006 og hann spurður hvort hann hefði áhuga á að taka að sér „alvöru verkefni". Verkefnið var unnið að undirlagi þriggja fyrrverandi stjórnenda Hafskips, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Ragnars Kjartanssonar. Stefán þáði verkefnið en leggur mikla áherslu á það að ritun bókarinnar hafi ekki á neinn hátt verið stýrt af Björgólfi eða nokkrum öðrum. „Þeir vilja að ég taki að mér að skrifa yfirlit um Hafskipsmálið," segir Stefán og játar að bókin sé auðvitað ekki hlutlaus. „Ég fæ ekki að vita neitt um málið frá þeim, þeir benda mér bara á ákveðna staði þar sem ég get nálgast heimildir og ég kynni mér málið algjörlega sjálfur án þess að vera mataður," útskýrir Stefán. Réttlætiskenndinni misboðið Hann segir réttlætiskennd sinni hafa verið misboðið er hann tók að kynnast málavöxtum nánar: „Það var alltaf þessi samviskuspurning, eru þeir sekir eða eru þeir saklausir? Ég vissi ekkert um það, ég þurfti bara að komast til botns í málinu. Hvort sem heldur var fannst mér málareksturinn vera þannig að þeir voru í rauninni alltaf álitnir sekir þar til þeir gætu sannað sakleysi sitt," segir Stefán. Hann segir frá bók Helga Magnússonar, Gjörningar og gæsluvarðhald, en Helgi var einn sakborninganna í málinu. „Gallinn á þeirri bók er auðvitað sá að þegar hún er skrifuð er ekki búinn nema þessi fyrsti hluti rannsóknarinnar og mörg ár eftir af rekstri málsins," segir Stefán. Hann segir ákveðins misskilnings hafa gætt um vinnslu bókarinnar og efnislega aðkomu þremenninganna: „Það var aldrei lögð nein pressa á mig að gera einhverjar breytingar eða leggja áherslu á einhverja hluti umfram aðra. Þeir höfðu á engan hátt það sem ég myndi kalla óeðlileg áhrif. Ef eitthvað er held ég að þeir hafi gert tilraun til að halda minni vinnu eins fjarri þeirra skoðunum og hægt er. Mér er mjög annt um það að hafa ákveðinn fræðimannsferil og samvisku minnar vegna hefði ég aldrei tekið í mál að fara að gefa út eitthvað sem ég teldi ekki rétt eða þar sem ég teldi að máli væri hallað til að verja þá sem greiddu mér," segir Stefán. Ekki viljalaust verkfæri Hann segir viðbrögð stjórnarmannanna fyrrverandi meðal annars hafa verið þau að bókin hafi rifjað upp ýmislegt sem þeir höfðu gleymt og kom þeim á óvart. „Ég veit að það verður örugglega gerð hörð atlaga að því að ég sé einhver leigupenni Björgólfs, ég sá mig meira að segja kallaðan verktaka á einhverri bloggsíðu en ég árétta það sérstaklega að ég er ekki viljalaust verkfæri," segir Stefán að lokum og er ómyrkur í máli. Næsta verkefni hans er doktorsnám í sagnfræði í Bretlandi en doktorsverkefnið mun ekki tengjast Hafskipsmálinu. Hann ætlar að skrifa um samskipti Bretlands og Bandaríkjanna á tímum Carters Bandaríkjaforseta.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira