Innlent

Saving Iceland vöktu Friðrik Sophusson

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.

Um níuleytið í morgun fóru 30 meðlimir úr Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar að Háaleitisbraut 68 og trufluðu þar vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Saving Iceland. Þar segir að tilgangurinn hafi verið að mótmæla virkunaráformum fyrirtækisins í Þjórsá og samstarfi þess við Alcoa.

Þá segjast félagar úr Saving Iceland hafa vakið Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar, fyrr í morgun og afhenti honum brottfarartilkynningu.  Með henni skipuðu samtökin Friðriki og fjölskyldu hans að yfirgefa hús sitt fyrir kl. 12 á hádegi í dag, og báru því við að hagsmunir þjóðarinnar væru að veði. Yfirgæfu þau húsnæðið ekki, yrði eignarnámi beitt

Með þessu vill hópurinn fordæma áætlun Landsvirkjunnar um að reisa þrjár virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá, sem séu gerðar til þess að svara orkuþörf álvers Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði, þrátt fyrir að stækkun álversins hafi verið hafnað í íbúakosningum vorið 2007.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×