Innlent

Mikið álag á fæðingardeildinni í nótt

Mikið álag var á fæðingardeild Landsspítalans í nótt og í morgun og þegar fréttastofa hafði samband við deildina skömmu fyrir fréttir gátu ljósmæður ekki talað við fréttamann sökum anna.

Öðru tveggja daga verkfalli ljósmæðra lauk á miðnætti í nótt. Samningafundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins lauk í gær án samkomulags og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á mánudag. Náist ekki samningar fyrir miðnætti á þriðjudag hefst þriggja daga verkfall. Aðgerðir ljósmæðra stigmagnast svo og enda með alls herjar verkfalli hinn 29. september hafi samningar ekki tekist.

Staksteinar Morgunblaðsins leggja til í dag að fjármálaráðuneytið ætti að fá verðlaun fyrir úthugsaða samningatækni og snilli í almannatengslum, fyrir útspil sitt með kæru á hendur ljósmæðrum fyrir ólöglegar uppsagnir. Tímasetning kærunnar hefði ekki getað verið betri miðað við stöðuna í deilunni. Þetta sé aðferðin sem eigi að nota við óvinsæla hálaunahópa sem haldi þjóðinni í gíslingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×