Innlent

Goslokahátíð Eyjamanna um helgina

Úr Herjólfsdal.
Úr Herjólfsdal. MYND/Ívar Örn

Hin árlega Goslokahátíð verður haldin í Vestmannaeyjum um helgina. Hápunktur hennar er formleg kynning á Eldheimum, nýja gosminjasafninu í Eyjum.

Meðal þess sem verður til sýnis á safninu er verkefnið Pompei Norðursins en það eru 14 hús sem grafa á upp undan ösku og hrauni. Þau hafa legið þar óhreyfð frá gosinu árið 1973. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur markaðsstjóra verkefnisins Pompei Norðursins mun gestum á goslokahátíðinni gefast kostur á því að taka þátt í uppgreftrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×