Skattamál Jóns þingfest í dag 16. júlí 2008 10:00 Jón Ólafsson Í dag verða í Héraðsdómir Reykjavíkur þingfestar ákærur gegn Jóni Ólafssyni athafnamanni en hann er grunaður um að hafa skotið undan skatti 361 milljón króna. Hin meintu brot Jóns áttu sér stað á árunum 1999-2002. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa ekki greitt eignaskatt af fasteignum í Lundúnum og Cannes. Fram kemur í ákærunni að um sé að ræða undanskot á tekjuskatti upp á rúmar 155 milljónir, fjármagnstekjuskatt upp á tæpar 203 milljónir og eignarskatts upp á rúmar 3 milljónir króna. Jón er einnig ákærður fyrir að hafa ekki greitt eignaskatt af tveimur fasteignum í Lundúnum og einni í Cannes í Frakklandi. Jón er ákærður fyrir að hafa vantalið tekjur vegna greiðslu Íslenska útvarpsfélagsins á launum ráðskonu hans í Lundúnum. Auk Jóns eru þrír aðrir ákærðir. Það eru þeir Hreggviður Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Norðurljósa og Íslenska útvarpsfélagsins, Ragnar Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóro Skífunnar, og Símon Ásgeir Gunnarsson, endurskoðandi. Ragnar er ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Hann er sagður hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1999-2001 þar sem hann vantaldi alls 4,9 milljónir í tekjrr sem hann þáði frá Skífunni. Hreggviður er ákærður fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1998-2002. Hann er sagður hafa vantalið skattskyldar tekjur, eins og bifreiðastyrk og kallað persónuleg útgjöld og hlutabréf sem hann fékk frá Íslenska útvarpsfélaginu - 24,2 milljónir króna - endurmenntunarkostnað. Í ákærunni kemur fram að Jón Ólafsson, sé ákærður sem stjórnarformaður og Hreggviður Jónsson, sem framkvæmdastjóri Norðurljósa, fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa í störfum sínum fyrir Norðurljós látið undir höfuð leggja að skrá félagið á launagreiðendaskrá, standa skil á skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir það og halda eftir á árunum 1999-2001, og standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna félagsins. Jón er ásamt Símoni, sem endurskoðanda, og Hreggviði, sem framkvæmdastjóra Íslenska útvarpsfélagsins fyrir brot á skattalögum vegna rekstrar Íslenska útvarpsfélagsins. Ákæruna í heild sinni má lesa með þessari frétt. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira
Í dag verða í Héraðsdómir Reykjavíkur þingfestar ákærur gegn Jóni Ólafssyni athafnamanni en hann er grunaður um að hafa skotið undan skatti 361 milljón króna. Hin meintu brot Jóns áttu sér stað á árunum 1999-2002. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa ekki greitt eignaskatt af fasteignum í Lundúnum og Cannes. Fram kemur í ákærunni að um sé að ræða undanskot á tekjuskatti upp á rúmar 155 milljónir, fjármagnstekjuskatt upp á tæpar 203 milljónir og eignarskatts upp á rúmar 3 milljónir króna. Jón er einnig ákærður fyrir að hafa ekki greitt eignaskatt af tveimur fasteignum í Lundúnum og einni í Cannes í Frakklandi. Jón er ákærður fyrir að hafa vantalið tekjur vegna greiðslu Íslenska útvarpsfélagsins á launum ráðskonu hans í Lundúnum. Auk Jóns eru þrír aðrir ákærðir. Það eru þeir Hreggviður Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Norðurljósa og Íslenska útvarpsfélagsins, Ragnar Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóro Skífunnar, og Símon Ásgeir Gunnarsson, endurskoðandi. Ragnar er ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Hann er sagður hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1999-2001 þar sem hann vantaldi alls 4,9 milljónir í tekjrr sem hann þáði frá Skífunni. Hreggviður er ákærður fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1998-2002. Hann er sagður hafa vantalið skattskyldar tekjur, eins og bifreiðastyrk og kallað persónuleg útgjöld og hlutabréf sem hann fékk frá Íslenska útvarpsfélaginu - 24,2 milljónir króna - endurmenntunarkostnað. Í ákærunni kemur fram að Jón Ólafsson, sé ákærður sem stjórnarformaður og Hreggviður Jónsson, sem framkvæmdastjóri Norðurljósa, fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa í störfum sínum fyrir Norðurljós látið undir höfuð leggja að skrá félagið á launagreiðendaskrá, standa skil á skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir það og halda eftir á árunum 1999-2001, og standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna félagsins. Jón er ásamt Símoni, sem endurskoðanda, og Hreggviði, sem framkvæmdastjóra Íslenska útvarpsfélagsins fyrir brot á skattalögum vegna rekstrar Íslenska útvarpsfélagsins. Ákæruna í heild sinni má lesa með þessari frétt.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira