Innlent

Matarverð hefur hækkað um allt að 16 prósent frá því í apríl

MYND/Valgarður

Vöruverð í matvöruverslunum hefur hækkað um 5-7 prósent frá því um miðjan júní samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ.

Fram kemur á heimasíðu sambandsins að minnst hækkun hafi orðið á vörukörfu ASÍ í Krónunni, eða eitt prósent, og þá hefur karfan hækkað um tvö prósent í Hagkaupum á þessum tíma. Mest hefur karfan hækkað í Kaskó, eða um 7,3 prósent, og í Samkaupum-Úrval um 6,9 prósent.

Þá kemur enn fremur fram á vef ASÍ að frá því um miðjan apríl, þegar verð matarkörfunnar var fyrst kannað, hefur vörukarfan hækkað um 7-16 prósent í flestum matvöruverslunum. Hækkunin er mest í Kaskó, eða 17 prósent, en í Bónus hefur karfan hækkað um 13 prósent. Minnst hefur karfan hækkað í Hagkaupum, eða um ríflega fimm prósent frá því í apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×