Segir tollgæslu vaxa fiskur um hrygg við komandi breytingar Atli Steinn Guðmundsson skrifar 26. september 2008 12:39 Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. „Hugmyndir um eitt tollumdæmi og skipulagsbreytingar í kjölfar slíkra breytinga hafa verið orðaðar við stjórn Tollvarðafélags Íslands," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður félagsins. Hann segir þó erfitt að ræða slíkar hugmyndir mikið á frumstigi en þær sem orðaðar hafi verið hafi honum hins vegar hugnast mjög vel persónulega og raunar allri stjórn Tollvarðafélagsins. Hugmyndirnar miða að því að styrkja tollgæsluna á landsvísu. Til þess að ræða þessi mál mun Tollvarðafélagið standa fyrir almennum félagsfundi í næstu viku þar sem tollvörðum hvaðanæva af landinu gefst tækifæri á að tjá sig um málið. „Í kjölfar fundarins verður afstaða félagsins á hreinu. Það er mín tilfinning að langflestir tollverðir og yfirmenn tollgæslu muni styðja þessar hugmyndir að einu tollumdæmi og þær breytingar, sem fyrirhugaðar eru til styrkingar á tollgæslunni í heild, þegar þær verða gerðar opinberar," segir Guðbjörn enn fremur. Miklar breytingar hafa átt sér stað Guðbjörn segir í raun vera um framhald á skipulagsbreytingum að ræða, sem hafi verið í gangi í tollamálum allt frá árinu 2001. Þær miði að því að laga tollgæsluna að því umhverfi sem hún starfar nú í. „Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarin ár, inn- og útflutningur margfaldast, farþegafjöldi margfaldast og verkefni tollgæslunnar eru fleiri og flóknari en nokkurn tímann áður," útskýrir Guðbjörn. Hann bætir því við að umhverfið sem tollgæslan starfar í hafi einnig tekið verulegum stakkaskiptum. „Nær allar tollafgreiðslur eru rafrænar, þjónustustig hefur aukist og umhverfið allt er orðið miklu flóknara en það var áður. Þetta krefst meiri sérhæfingar og þekkingar hjá tollvörðum en nokkru sinni fyrr. Þá hefur tollgæslan lagað sig að - og verður að halda áfram að laga sig að - síbreytilegu umhverfi í heiminum, svo sem varðandi frelsi í viðskiptum landa á milli og alþjóðavæðinguna," segir Guðbjörn. Baráttan harðnar Aukningin í vöruflutningum landa á milli og aukið frelsi hefur gert baráttuna gegn smygli á fíkniefnum og öðrum varningi auk baráttunnar gegn peningaþvætti, hryðjuverkaógn og skipulagðri glæpastarfsemi sífellt erfiðari. Guðbjörn segir stjórnvöld hér og erlendis hafa verið að reyna að endurskipuleggja sína tollgæslu til að ná betri árangri. Mikilvægt sé í slíkri endurskipulagningu að unnið sé fagmannlega og að stjórnvöld ráðfæri sig við stéttarfélög og yfirmenn tollgæslu alls staðar á landinu. „Mistök sem gerð eru í síkri vinnu geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn alla og ég held að landsmenn og ríkissjóður myndu fljótt átta sig á mikilvægi tollsins almennt ef umtalsverður niðurskurður á sér stað, til dæmis í formi aukningar fíkniefna og vopna á götum landsins og minnkandi tekna ríkisins í formi aðflutningsgjalda," segir Guðbjörn að lokum. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Hugmyndir um eitt tollumdæmi og skipulagsbreytingar í kjölfar slíkra breytinga hafa verið orðaðar við stjórn Tollvarðafélags Íslands," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður félagsins. Hann segir þó erfitt að ræða slíkar hugmyndir mikið á frumstigi en þær sem orðaðar hafi verið hafi honum hins vegar hugnast mjög vel persónulega og raunar allri stjórn Tollvarðafélagsins. Hugmyndirnar miða að því að styrkja tollgæsluna á landsvísu. Til þess að ræða þessi mál mun Tollvarðafélagið standa fyrir almennum félagsfundi í næstu viku þar sem tollvörðum hvaðanæva af landinu gefst tækifæri á að tjá sig um málið. „Í kjölfar fundarins verður afstaða félagsins á hreinu. Það er mín tilfinning að langflestir tollverðir og yfirmenn tollgæslu muni styðja þessar hugmyndir að einu tollumdæmi og þær breytingar, sem fyrirhugaðar eru til styrkingar á tollgæslunni í heild, þegar þær verða gerðar opinberar," segir Guðbjörn enn fremur. Miklar breytingar hafa átt sér stað Guðbjörn segir í raun vera um framhald á skipulagsbreytingum að ræða, sem hafi verið í gangi í tollamálum allt frá árinu 2001. Þær miði að því að laga tollgæsluna að því umhverfi sem hún starfar nú í. „Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarin ár, inn- og útflutningur margfaldast, farþegafjöldi margfaldast og verkefni tollgæslunnar eru fleiri og flóknari en nokkurn tímann áður," útskýrir Guðbjörn. Hann bætir því við að umhverfið sem tollgæslan starfar í hafi einnig tekið verulegum stakkaskiptum. „Nær allar tollafgreiðslur eru rafrænar, þjónustustig hefur aukist og umhverfið allt er orðið miklu flóknara en það var áður. Þetta krefst meiri sérhæfingar og þekkingar hjá tollvörðum en nokkru sinni fyrr. Þá hefur tollgæslan lagað sig að - og verður að halda áfram að laga sig að - síbreytilegu umhverfi í heiminum, svo sem varðandi frelsi í viðskiptum landa á milli og alþjóðavæðinguna," segir Guðbjörn. Baráttan harðnar Aukningin í vöruflutningum landa á milli og aukið frelsi hefur gert baráttuna gegn smygli á fíkniefnum og öðrum varningi auk baráttunnar gegn peningaþvætti, hryðjuverkaógn og skipulagðri glæpastarfsemi sífellt erfiðari. Guðbjörn segir stjórnvöld hér og erlendis hafa verið að reyna að endurskipuleggja sína tollgæslu til að ná betri árangri. Mikilvægt sé í slíkri endurskipulagningu að unnið sé fagmannlega og að stjórnvöld ráðfæri sig við stéttarfélög og yfirmenn tollgæslu alls staðar á landinu. „Mistök sem gerð eru í síkri vinnu geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn alla og ég held að landsmenn og ríkissjóður myndu fljótt átta sig á mikilvægi tollsins almennt ef umtalsverður niðurskurður á sér stað, til dæmis í formi aukningar fíkniefna og vopna á götum landsins og minnkandi tekna ríkisins í formi aðflutningsgjalda," segir Guðbjörn að lokum.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira