Lífið

Gibson hefur áhuga á að gera víkingamynd

Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson kannaði aðstæður hér á landi í vikunni vegna hugsanlegrar töku á Hollywood stórmynd. Myndin á að gerast á víkingatímanum en leikstjórinn hefur mikinn áhuga á því tímabili.

Mel Gibson dvaldi hér á landi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni. Leikstjórinn var fyrst og fremst í fríi en nýtti tímann þó til að kanna landið með mögulega tökustaði í huga fyrir kvikmynd sem á að gerast á víkingatímanum.

Gibson er áhugamaður um sagnfræði og hefur gert myndir sem eru byggðar á sögulegum atburðum og sigurjón Sighvatsson veit að hann hefur lengi haft áhuga á því að skoða víkingatímabilið ,,Við höfum rætt það oftar en einu sinni en aftur á móti held ég að það sé bara frumrannnsókn," segir Sighvatur.

Sigurjón segir að Mel Gibson hafi látið vel af dvölinni hér á landi og að hann ætli sér að koma aftur við fyrsta tækifæri.

En megum við búast við Hollywood stórmynd sem byggir á Njálu eða Grettissögu? ,,Hann hefur áhuga á sviðinu, eins og við segjum hér, hvort hann finni ísleenska sögu eða eitthvað annað eða jafnvel ekki. Ég veit að hann er að fara að gera tvær myndir aðrar þannig að það er allavega tvö ár í það að hann jafnvel fari að hugsa um svona mynd."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.