Erlent

Danski skatturinn rannsakar 750.000 bankareikninga

Dönsk skattyfirvöld hafa sett í gang umfangsmikla rannsókn á skattsvikum með ellilífeyrisgreiðslur og greiðslur fyrir aðra félagsþjónustu í landinu.

Dularfullar hreyfingar á ekki minna en 750.000 bankareikningum eru til skoðunnar á skattyfirvöldum í Danmörku á árunum 2006 og 2007. Umfang málsins er það stórt að sérstakur vinnuhópur hefur verið stofnaður til að fara í saumana á skattsvikum þessum.

Allir eftirlaunaþegar í Danmörku eiga rétt á eingreiðslu á hverju ári upp á rúmlega hundrað þúsund krónur. Til þess að fá þessa greiðslu má viðkomandi ekki eiga meir en 900.000 þúsund krónur inn á bankareikningi sínum þann 31. desember ár hvert.

Svo virðist sem fólk hafi stundað það í stórum stíl að tæma bankareikinga sína rétt fyrir hver áramót til að geta fengið eingreiðsluna og síðan sett féið aftur inn á reikning sinn eftir áramótin.

Vegna gruns um þessi skattsvik kom danski skattur sér upp sérstöku tölvukerfi til að fylgjast með hreyfingum á bankareikningum og þá kom þetta í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×