Erlent

Kennedy fluttur á sjúkrahús

Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður og höfuð Kennedy-ættarinnar, var fluttur á sjúkrahús í Boston í Bandaríkjunum í dag með einkenni heilablóðfalls.

Kennedy, sem er sjötíu og sex ára, var bróðir Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Edward Kennedy hefur átt sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings síðan 1962 og er einn forvígismanna Demókrataflokksins.

Hann er einn helsti stuðningsmaður Baracks Obama í baráttunni um útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Kennedy gekkst undir aðgerð í okótber til að losa stíflu í hálsæð. Slík stífla getur valdið heilablóðfalli og síðan dauða ef ekkert er að gert.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×