Innlent

Alspora hvolpur borinn

Þessi hundur er hvorki íslenskur né alspora og tengist fréttinni ekki sérstaklega.
Þessi hundur er hvorki íslenskur né alspora og tengist fréttinni ekki sérstaklega.

Aðdáendur íslenska hundsins og hundaræktendur eru í skýjunum þessa dagana því tík af íslensku kyni á Stokkseyri gaut nýlega hvolpi sem er alspora eins og það er kallað.

Þetta þýðir að hvolpurinn er með tvær klær aftan á hvorum framfæti en það er gamalt einkenni íslenska hundsins. Hundar eru yfirleitt með aðeins eina eða enga slíka kló á framfótunum. Alspora hvolpur er mjög sjaldgæft fyrirbrigði og er síðast vitað um slíkan á Þorvaldsstöðum í Jökuldal fyrir um 100 árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×