Innlent

Ferjusamningafundur í Eyjum yfirstandandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Óskar P. Friðriksson

„Það er verið að fara yfir málin núna, við vitum ekki enn hvort okkar tilboði verður tekið eða því hafnað eða hvað verður gert, þetta eru fyrstu samningaviðræður," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem nú situr fund Vestamannaeyjabæjar og fulltrúa Ríkiskaupa og Siglingastofnunar um tilboð Vestmannaeyinga í smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Tilboð Vestmannaeyinga var eina gilda tilboðið í verkið, þótt reyndar hefði verið um sex tilboð að ræða, mishá eftir vélbúnaði skipsins og aðkomu ríkissjóðs. Lægsta tilboð þeirra hljóðaði upp á tæpa 12,4 milljarða en hámarkið samkvæmt kostnaðaráætlun er 10,2 milljarðar. „Það er vilji af beggja hálfu að leita leiða til að ná saman," sagði Elliði en fundað verður áfram í dag og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×