Innlent

Sektaður fyrir fíkniefnasölu á Þórshöfn

Héraðsdómur Norðurlands eystra sektaði í dag karlmann um 150 þúsund krónur fyrir fíkniefnabrot í desember á síðasta ári.

Manninum var gefið að sök að hafa keypt um 20 grömm af amfetamíni fyrir 50 þúsund krónur af óþekktum manni á Akureyri og selt hluta efnanna á Þórshöfn nokkrum dögum síðar. Lögregla fann um 15 grömm af fíkniefnunum í fórum mannsins á gamlársdag í fyrra þar sem hún hafði afskipti af honum.

Þetta var í annað sinn sem maðurinn var sektaður fyrir fíkniefnabrot en þar sem jákvæðar breytingar höfðu orðið á högum mannsins taldi dómurinn rétt að sekta manninn fyrir brotið. Ef hann greiðir ekki sektina innan fjögurra vikna skal hann sitja í fangelsi í tíu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×