Innlent

Sérsveitin kölluð út vegna tilkynningar um skothvelli

Sérsveit lögreglunnar var kölluð út, fjölmennt lögreglulið var sent á vettvang og nærliggjandi götum var lokað, eftir að tilkynning barst seint í gærkvöldi um skothvelli og mann með byssu í Kassagerð Reykjavíkur við Kleppsveg.

Þrír menn, sem voru í grennd við verksmiðjuna voru handteknir, en reyndust ekki viðriðnir við málið. Við rannsaókn kom líka í ljós að engin byssumaður hafði verið þar á ferð, en einhver hafði bortið rúðu í anddyri verksmiðjunnar og kann brothljóðið að hafa villt um fyrir þeim sem tilkynnti um skotið.

Tilkynnandinn er ekki grunaður um að hafa vísvitandi gabbað lögregluna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×