Innlent

Abbas kominn til landsins

Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, er kominn til landsins.

Abbas lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir miðnættið í nótt. Í dag mun hann funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og snæða hádegisverð á Bessastöðum.

Síðdegis mun hann eiga fund með Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra áður en hann heldur vestur um haf til fundar við Bush bandaríkjaforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×