Erlent

Frönsk sjónvarpsstöð í mál við YouTube

Franska sjónvarpsstöðin TF-1 ætlar í mál við YouTube vefsíðuna.

Frakkarnir eru orðnir langþreyttir á því að YouTube leyfir notendum sínum að niðurhala og dreifa sjónvarpsþáttum stöðvarinnar án endurgjalds. YouTube hefur ekki hlustað á óskir Frakkana um að hætta þessu.

Sjónvarpsstöðin fer fram á 100 milljónir evra í skaðabætur eða sem nemur nær 12 milljörðum króna. Þetta er ekki fyrsta málshöfðunin gegn YouTube því Viacom í Bandaríkjunum hefur einnig stefnt YouTube fyrir ólöglegt niðurhal og kerfst eins milljarðs dollara í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×