Lífið

Útvarpsmaður opnar hjartað fyrir alþjóð

Ívar Halldórsson.
Ívar Halldórsson.

„Ég ákvað að syngja þetta lag sjálfur bæði vegna þess að það er orðið allt of langt síðan að ég þandi raddböndin síðast," svarar Ívar Halldórsson útvarpsmaður á Bylgjunni og tónlistarmaður þegar Vísir spyr hann út í nýja lagið hans sem hljómar á öldum ljósvakans og ber heitið: Fullkomna vera.

„Mér finnst ég á einhvern óútskýranlegan hátt svo tengdur þessu lagi að ég tími ekki að láta neinn annan syngja það."

„Í þessu lagi fær fólk að skyggnast inn í hjartatetrið mitt," segir Ívar að lokum.

 

Hann býður öllum sem heimsækja myspace.com/ivarhalldorsson að niðurhala lagið frítt næstu tvær vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.