Innlent

Samfylkingin með meirihluta í borginni

53,7 prósent vilja fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra.
53,7 prósent vilja fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. MYND/valgarður

Samfylkingin hlyti meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, átta borgarfulltrúa, gengi það eftir sem fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Morgunblaðið segir frá þessu í morgun en könnunin var framkvæmd fyrir Samfylkinguna dagana 2. - 22. júní.

Fylgi Samfylkingarinnar í könnuninni mælist 48,2 prósent en fylgi Sjálfstæðisflokks 29,2 sem myndi skila honum fimm fulltrúum. Vinstri hreyfingin - grænt framboð fengi 17 prósenta fylgi og tvo fulltrúa.

Miðað við könnun Gallup í maí bæta bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur við sig nokkrum prósentustigum. Af þeim sem afstöðu tóku vildu 53,7 prósent fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra en 26,8 prósent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×