Erlent

Klónaðir fíkniefnahundar í þjálfun í Suður-Kóreu

Fyrstu klónuðu fíkniefnahundar heimsins eru nú í þjálfun hjá lögreglunni í Suður-Kóreu.

Þeir voru klónaðir úr stofnfrumum frá besta fíkniefnahundi landsins sem þótt hafa sérstaklega næmt lyktarskyn.

Um er að ræða sjö hvolpa af labradorkyni og greiddu stjórnvöld í Suður-Kóreru líftæknifyrirtæki hátt í 20 milljónir króna fyrir klónunina.

Samkvæmt frétt í BBC virðist þetta hafa borgað sig því hvolparnir sýna nú þegar sama næma lyktarskynið og hinn þekkti fíkniefnahundur hafði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×