Innlent

Þrír kenndir við stýri - tveir við sama stýrið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Lögregla á Seyðisfirði átti nokkra góða spretti í síðustu viku ef marka má frásögn á fréttavef lögreglunnar. Nokkuð var um umferðarlagabrot ýmiss konar og bar þar hæst ölvunarakstur þriggja ökumanna en þar af voru tveir teknir á sama ökutækinu, þó ekki á sama tíma.

Höfð voru afskipti af tveimur ungmennum undir lögaldri á vínveitingastað, lögregla aðstoðaði tollgæslu við afgreiðslu ferjunnar Norrænu og hóf í tvígang að grennslast fyrir um afdrif manna. Annar hafði komið til landsins með Norrænu en svo horfið eins og dögg fyrir sólu. Í ljós kom að hann hafði yfirgefið landið með flugi frá Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir komuna.

Annar hafði ekki skilað sér heim úr vinnu er komið var fram undir morgun. Sá birtist í þann mund er leit skyldi hefjast. Bókanir í dagbók lögreglunnar á Seyðisfirði voru 80 í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×